Það er óhætt að fullyrða að Kai Havertz hafi ekki átt sinn dag í gær þegar Arsenal tapaði fyrir Manchester United í FA-bikarnum.
Havertz átti mjög erfitt uppdráttar í gærkvöldi en auk þess að hafa klikkað á víti í vítaspyrnukeppninni þá klikkaði hann á dauðafæri í leiknum.
Havertz átti mjög erfitt uppdráttar í gærkvöldi en auk þess að hafa klikkað á víti í vítaspyrnukeppninni þá klikkaði hann á dauðafæri í leiknum.
Eiginkona Havertz, Sophia, sagði frá því eftir leikinn að hún hefði fengið hræðileg skilaboð á samfélagsmiðlkum.
Meðal annars var fólk að hóta ófæddu barni þeirra lífláti.
Arsenal hefur þegar hafið rannsókn á málinu og ætlar að finna þá aðila sem voru að senda þessi skilaboð. Munu þeir aðilar vonandi fá viðeigandi refsingu.
Athugasemdir