Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. febrúar 2021 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjarnafæðismótið: Unglingarnir hlupu yfir Nökkva - Völsungur lagði Magna
Mark Davíðs Rúnars taldi lítið þegar á heildina var litið
Mark Davíðs Rúnars taldi lítið þegar á heildina var litið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur lagði Magna að velli í fyrri leik Kjarnafæðismótinu. Liðin mættust í lokaleik riðils 2 í A-deild mótsins. Magni var með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina en Völsungur var án stiga. Sæþór Olgeirsson kom Völsungum yfir snemma leiks en Alexander Ívan Bjarnason jafnaði metin á 73. mínútu.

Skömmu fyrir leikslok skoraði varamaðurinn Árni Fjalar Óskarsson sigurmark Húsvíkinga og enda þeir líkt og Magni með þrjú stig í riðlinum. Í uppbótartíma fékk Guðmundur Óli Steingrímsson að líta rauða spjaldið hjá Völsungi.Þór vann þenann riðil 2 og KA vann riðil 2, þau lið mætast í úrslitaleik mótsins.

Í seinni leik dagsins mætti Þór 3 liði Nökkva í úrslitaleik um sigur í B-deild mótsins. Nökkvi þurfti að vinna leikinn til að vinna deildina á meðan Þór 3 dugði jafntefli. Þór 3 er skipað leikmönnum úr yngri flokkum Þórs og lið Nökkva er skipað gömlum kempum af Eyjafjarðarsvæðinu.

Þór 3 leiddi með tveimur mörkum gegn einu í hálfleik. Liðsmenn Nökkva voru ekki parsáttir við dómara leiksins þegar Þórsarar fengu vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og komust Þórsarar þá í 2-1. Liðsmenn Nökkva voru ekki sáttir við að hafa ekki fengið víti skömmu áður.

í seinni hálfleik bættu unglingarnir við þremur mörkum án þess að reynsluboltarnir næðu að svara fyrir sig. Þór 3 vinnur því B-deild Kjarnafæðismótsins árið 2021.

Völsungur 2 - 1 Magni
1-0 Sæþór Olgeirsson ('5)
1-1 Alexander Ívan Bjarnason ('73)
2-1 Árni Fjalar Óskarsson ('88)

Þór3 5 - 1 Nökkvi
Markaskorarar Þór: Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Aron Ingi Magnússon (2), Viðar Máni Hilmarsson og Aron Máni Sverrison (víti)
Mark Nökkva: Davíð Rúnar Bjarnason (Skalli eftir aukaspyrnu Pedda)
Athugasemdir
banner
banner