Garth Crooks sérfræðingur BBC velur úrvalslið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool, Manchester City og Arsenal fögnuðu öll sigrum um helgina og Manchester United vann sigur gegn Aston Villa.
Markvörður: Caoimhin Kelleher (Liverpool) - Alisson var veikur og gat ekki spilað gegn Burnley. Írinn Kelleher kom inn í hans stað og átti tvær mjög góðar vörslur. Flott frammistaða.
Varnarmaður: William Saliba (Arsenal) - Arsenal pakkaði West Ham saman 6-0 og sýndi frábæra frammistöðu bæði varnar- og sóknarlega. Saliba var frábær í öftustu línu og skoraði að auki.
Varnarmaður: Harry Maguire (Manchester United) - Á ekki fast sæti í liði United en er alltaf klár í slaginn þegar á þarf að halda, oftast vegna meiðsla eða leikbanna annarra leikmanna. Maguire var meðal bestu manna vallarins þegar United vann Villa.
Varnarmaður: Gabriel (Arsenal) - Hann og Saliba mynda miðvarðapar í fremstu röð. Báðir skoruðu í stórsigrinum gegn Hömrunum.
Miðjumaður: Conor Gallagher (Chelsea) - Framúrskarandi í 3-1 sigri gegn Crystal Palace. Skoraði tvö lagleg mörk gegn sínu fyrrum félagi.
Miðjumaður: Declan Rice (Arsenal) - Hefur vaxið enn frekar sem leikmaður hjá Arsenal, í betra liði og með betri leikmenn í kringum sig.
Miðjumaður: Bruno Guimaraes (Newcastle) - Skoraði tvö algjörlega mögnuð mörk í 3-2 sigri Newcastle gegn Nottingham Forest.
Miðjumaður: Kevin de Bruyne (Manchester City) - Kom inn með sköpunarmáttinn og sóknarógnina sem Manchester City þurfti á að halda gegn Everton. Belginn sýndi hæfileika sína enn og aftur.
Sóknarmaður - Erling Haaland (Man City): Það er erfitt að sjá Manchester City stöðvað ef Haaland helst heill út tímabilið. Skoraði tvö gegn Everton og er kominn í gang.
Sóknarmaður: Ivan Toney (Brentford) - Mættur flugbeittur eftir bannið og skoraði seinna mark Brentford í sigrinum gegn Wolves.
Athugasemdir