Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   fim 13. febrúar 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Duran með fjögur mörk í tveimur leikjum - Aubameyang sá rautt
Jhon Duran er að byrja virkilega vel í Sádí-Arabíu eftir að hafa gengið til liðs við Al-Nassr frá Aston Villa í lok félagaskiptagluggans í janúar.

Hann hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum. Hann skoraði ekki í sínum fyrsta leik en skoraði tvennu í næsta leik og skoraði tvennu aftur í kvöld gegn Al-Ahli.

Hann sá til þess að liðið var með 1-0 forystu í hálfleik. Ivan Toney jafnaði metin en Al-Nassr náði forystunni aðeins tveimur mínútum síðar áður en Duran skoraði sitt annað mark og þriðja mark Al-Nassr.

Það var laglegt mark en hann fékk boltann á miðjum vellinum og lék illa á tvo varnarmenn áður en hann skoraði. Al-Ahli tókst að klóra í bakkann í uppbótatíma, 3-2 sigur Al-Nassr staðreynd. Cristiano Ronaldo lék 76 mínútur en kom ekki að marki.

Pierre-Emerick Abameyang fékk að líta rauða spjaldið þegar hans menn í Al-Qadsiah unnu dramatískan 3-2 sigur á Al-Shabab. Hann var rekinn af velli á 79. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Al-Shabab. Al-Qadsiah jafnaði metin stuttu síðar og skoraði sigurmarkið seint í uppbótatíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner