Jean-Philippe Gbamin, miðjumaður Everton, verður ekki meira með liðinu á tímabilinu en hann meiddist í 1-1 jafnteflinu gegn Crystal Palace á dögunum.
Gbamin hefur glímt við afar erfið meiðsli frá því hann kom til Everton frá Mainz í ágúst árið 2019.
Hann meiddist eftir að hafa spilað aðeins tvo leiki fyrir félagið en upphaflega átti hann að vera frá í átta vikur. Hann fór í aðgerð í október og var búist við að hann myndi snúa aftur í janúar en aftur kom bakslag og neyddist hann til að fara í aðra aðgerð.
Gbamin spilaði því ekki meira á síðasta tímabili og var frá alveg fram í nóvember. Hann snéri aftur á völlinn í síðustu umferð í 1-1 jafnteflinu gegn Crystal Palace þar sem hann spilaði síðustu ellefu mínúturnar.
Hann meiddist í leiknum og verður því ekki meira með liðinu á þessari leiktíð.
Gbamin hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir liðið.
Athugasemdir