Chelsea er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 0-1 tap gegn Porto í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar. Chelsea vann fyrri leikinn 2-0, báðir leikirnir voru spilaðir í Sevilla en fyrri leikurinn var skráður útileikur Chelsea.
Leikurinn var mjög bragðdaufur og Chelsea var í litlum vandræðum með að sigla sigrinum í einvíginu heim. Varamaðurinn Mehdi Taremi skoraði á fjórðu mínútu uppbótartíma en það dugði Porto ekki.
Chelsea mætir annað hvort Real Madrid eða Liverpool í undanúrslitum.
Leikurinn var mjög bragðdaufur og Chelsea var í litlum vandræðum með að sigla sigrinum í einvíginu heim. Varamaðurinn Mehdi Taremi skoraði á fjórðu mínútu uppbótartíma en það dugði Porto ekki.
Chelsea mætir annað hvort Real Madrid eða Liverpool í undanúrslitum.
Það var talsvert meira fjör í hinni viðureigninni. Staðan var 0-1 í hálfleik fyrir Evrópumeisturunum í FC Bayern. Eric Choupo-Moting, fyrrum leikmaður PSG, skoraði á 40. mínútu þegar hann var sterkari en Presnel Kimpembe í baráttunni um lausan bolta eftir frákast.
Staðan var 3-3 samanlagt eftir markið frá Eric en þar sem PSG skoraði þrjú útivallarmörk var liðið enn yfir í einvíginu.
Einungis eitt skot fór á markrammann í seinni hálfleik þrátt fyrir góð tækifæri báðu megin. Keylor Navas varði mjög vel frá Thomas Muller á 62. mínútu.
Í uppbótartíma sóttu bæði lið en tókst hvorugu að skoða. Það hentaði PSG frábærlega og liðið fer áfram á útivallarmörkum skoruðum.
Liðið hefnir því fyrir úrslitaleik keppninnar síðasta haust þegar Bayern vann 1-0 sigur. PSG mætir annað hvort Manchester City eða Dortmund í undanúrslitum.
Chelsea 0 - 1 Porto
0-1 Mehdi Taremi ('94)
Paris Saint Germain 0 - 1 Bayern
0-1 Eric Choupo-Moting ('40 )
Athugasemdir