Rodrigo Muniz sóknarmaður Fulham var valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en þetta var tilkynnt í gær.
Muniz skoraði fjögur mörk og átti eina stoðsendingu í síðasta mánuði og er því Brassinn vel að verðlaununum kominn. Hann er aðeins þriðji leikmaður í sögu Fulham sem vinnur til þessara verðlauna.
Kappinn var í viðtali hjá Fulham þegar samlandar hans, Willian og Andreas Pereira mættu með verðlaunin til hans. Muniz gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hann fékk gripinn í hendurnar. Hann sagðist vera orðlaus en náði að þakka fyrir sig.
Í kjölfarið fór hann niður í klefa þar sem allir liðsfélagarnir hans fögnuðu honum vel og innilega.
???????? Fulham striker Rodrigo Muniz in tears as Willian suprises him with the Premier League Player of the Month award! ???????????? pic.twitter.com/924PoyeMGR
— EuroFoot (@eurofootcom) April 12, 2024