Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 13. júlí 2020 22:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Ekkert stoppar HK
HK er með fullt hús.
HK er með fullt hús.
Mynd: Bernhard Kristinn
HK 5 - 0 Fram
Mörk HK: María Lena Ásgeirsdóttir 2, Valgerður Lilja Arnarsdóttir, Karen Sturludóttir og Emma Sól Aradóttir.

HK er á toppi 2. deildar kvenna eftir þægilegan sigur gegn Fram í Kórnum í kvöld.

María Lena Ásgeirsdóttir kom inn af varamannabekknum og skoraði tvennu fyrir HK. Einnig voru þær Valgerður Lilja Arnarsdóttir, Karen Sturludóttir og Emma Sól Aradóttir á skotskónum.

Þetta er fimmti leikurinn í röð sem HK vinnur og heldur hreinu í. Liðið er á toppi deildarinnar með 15 stig. Frábær byrjun á deildinni hjá HK-ingum.

Fram hefur aftur á móti spilað fjóra leiki og er í næst neðsta sæti með eitt stig.


Athugasemdir
banner
banner