Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. júlí 2020 23:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg: Ég beið bara eftir flautinu
Andy Robertson fór niður.
Andy Robertson fór niður.
Mynd: Getty Images
„Það er mjög gott að fara þangað og sækja gott stig," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, í samtali við Síminn Sport um 1-1 jafnteflið gegn Liverpool um síðastliðna helgi.

Það var vafaatriði seint í leiknum þegar Liverpool vildi fá vítaspyrnu á Jóhann Berg.

„Ég beið eftir því (flautinu). Ég hélt klárlega að hann væri að fara að dæma vítaspyrnu. Svo heyrði ég ekki flautið og hugsaði að ég hefði sloppið. Svo hugsaði ég um VAR og þá var ég enn stressaðari. Ég rétt slapp," sagði íslenski landsliðsmaðurinn.

Jóhann Berg fékk gott færi undir lok leiksins til að tryggja Burnley þrjú stig en skot hans fór í slána. „Hann (hægri fóturinn) klikkaði algerlega og ekki í fyrsta skiptið. Það hefði verið skemmtilegra að fá þetta færi á vinstri."

Skemmtilegt viðtal við Jóhann Berg má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Myndband: Átti Jói Berg að fá dæmt á sig víti gegn Liverpool?


Athugasemdir
banner
banner
banner