Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 13. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Komdu í fótbolta með Mola 2020
Frá síðasta ári.
Frá síðasta ári.
Mynd: KSÍ
Útbreiðsluverkefnið "Komdu í fótbolta" heldur áfram sumarið 2020 og felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt. Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, hefur sem fyrr umsjón með verkefninu og mun hann setja upp skemmtilegar og fjölbreyttar fótboltabúðir á hverjum stað til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum.

Komdu í fótbolta með Mola er framhald á sama verkefni frá árinu 2019, en þá fór Moli í um þrjátíu heimsóknir víðs vegar um landið, meðal annars til Súðavíkur, Raufarhafnar, Grundarfjarðar, Víkur í Mýrdal og Stöðvarfjarðar, svo nokkrir staðir séu nefndir.

Smelltu hér til að lesa meira um verkefnið.

Fyrstu heimsóknirnar verða í dag og á morgun þegar Moli heimsækir Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn.

Smelltu hér til að skoða dagskrána (dagskráin verður uppfærð jafnóðum og heimsóknir bætast við).

Sjá einnig:
Grasrótarverkefni KSÍ sló í gegn - 700 tóku þátt í 33 stöðum
Athugasemdir
banner
banner