Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. júlí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Að kaupa hann eru frábær viðskipti og þetta verður lykilmaður hjá okkur"
Hjalti í leik með Leikni í fyrra.
Hjalti í leik með Leikni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjalti Sigurðsson var keyptur til Leiknis í upphafi mánaðar. Hjalti er tvítugur bakvörður sem á að baki 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hjalti var keyptur frá KR en hann kom einungis við sögu í tveimur leikjum með uppeldisfélaginu fyrri hluta mótsins.

Hjalti þekkir vel til hjá Leikni því sumarið 2019 var hann á láni hjá liðinu sem og seinni hluta tímabilsins í fyrra. Hjalti lék sinn fyrsta leik með Leikni í sumar gegn Breiðabliki fyrir rúmri viku síðan.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var spurður út í komu Hjalta í viðtali eftir sigurinn á ÍA í gær.

„Okkur vantaði mann inn í hópinn til að breikka hann. Við þekkjum Hjalta vel og vitum að hann er frábær leikmaður. Að kaupa hann eru frábær viðskipti og þetta verður lykilmaður hjá okkur," sagði Siggi.


Siggi Höskulds: Virkilega ánægjulegt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner