Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. júlí 2021 09:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allir klárir nema Tryggvi og Magnus - „Það er allt hægt í fótbolta"
Tryggvi Hrafn
Tryggvi Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mætir Dinamo Zagreb í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-3 fyrir Dinamo eftir fyrri leikinn í Króatíu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00 og fer fram á Origo vellinum.

Aðstoðarþjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic eða Túfa eins og hann er oftast kallaður, ræddi stuttlega við strákana í Vængjum Þöndum hlaðvarpinu í gær.

Hann greindi frá því að allir í leikmanahópi Vals væru klárir í slaginn meða þeir Tryggvi Hrafn Haraldsson og Magnus Egilsson.

„Allir klárir nema Tryggvi, Tryggvi og Magnus eru búnir að vera tæpir undanfarna daga og eru ekki alveg 100%. Allir hinir eru klárir," sagði Túfa.

„Það er allt hægt í fótbolta. Við verðum að hafa trú á þessu, allir saman," sagði Túfa í lok spjallsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner