Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 13. ágúst 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willian vill reyna fyrir sér í Evrópu aftur
Brasilíski vængmaðurinn Willian gekk til liðs við Corinthians í heimalandinu og gerði tveggja og hálfs árs samning.

Hann hefur hins vegar leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem hann hefur rift samningnum og hyggst snúa aftur til Evrópu.

Hann lék 32 leiki fyrir Corinthians og skoraði eitt mark.

Willian er 34 ára og lék lengst af með Chelsea og tók eitt tímabil með Arsenal áður en hann snéri aftur til Corinthians í fyrra.

Hann lék 70 landsleiki fyrir Brasilíu á árunum 2011-2019.


Athugasemdir
banner