Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. september 2020 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: KA kom sér átta stigum frá fallsvæðinu
Hallgrímur Mar kom KA á bragðið með sínu fyrsta mark í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Hallgrímur Mar kom KA á bragðið með sínu fyrsta mark í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar var mögulega að leika sinn síðasta leik fyrir Fylki í bili. Hann klúðraði vítaspyrnu undir lokin.
Valdimar var mögulega að leika sinn síðasta leik fyrir Fylki í bili. Hann klúðraði vítaspyrnu undir lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 2 - 0 Fylkir
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('2 )
2-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('33 )
Rautt spjald: Sveinn Margeir Hauksson, KA ('55)
Lestu nánar um leikinn

KA vann býsna mikilvægan sigur á Fylki þegar liðin áttust við í Pepsi Max-deildinni á Akureyri í dag.

Leikurinn byrjaði mjög vel fyrir heimamenn því þeir komust yfir eftir aðeins tvær mínútur. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði markið, hans fyrsta í Pepsi Max-deildinni í sumar. „Löng sending inn á teiginn sem Grímsi tók vel á móti og átti frekar laust skot með vinstri í fjærhornið - Aron Snær hreyfðist ekki," skrifaði Sæbjörn Þór í beinni textalýsingu.

Eftir rúman hálftíma kom annað markið heimamanna og í þetta sinn var það Ásgeir Sigurgeirsson sem skoraði eftir sendingu frá fyrirliða þeirra KA-manna, Almarri Ormarssyni. Ásgeir var einnig að skora sitt fyrsta mark í deildinni í sumar.

Fylkir sótti meira í fyrri hálfleiknum en Jajalo var öflugur í marki heimamanna og varði vel. Í byrjun seinni hálfleiks varð KA fyrir áfalli þegar Sveinn Margeir Hauksson fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap.

KA gerði hins vegar vel manni færri og náði að landa sigrinum Þetta var ekki dagur Fylkismanna, en þeir klúðruðu vítaspyrnu undir lokin. Jajalo varði frá Valdimari Þór Ingimundarsyni; lokatölur 2-0 fyrir KA.

Eftir þennan sigur KA er staðan ekki góð fyrir Gróttu og Fjölni sem eru í fallsætunum tveimur. Þau eru núna átta stigum frá öruggu sæti. KA er í níunda sæti með 14 stig og Fylkir í fjórða sæti með 22 stig.

Valdimar Þór, besti leikmaður Fylkis, var líklega að leika sinn síðasta leik fyrir félagið í dag. Hann er á leið til Strömsgodset í Noregi.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Stjarnan stal stigunum í Vesturbæ

Aðrir leikir í dag:
16:30 FH-Breiðablik (Stöð 2 Sport - Kaplakrikavöllur)
19:15 HK-ÍA (Kórinn)
20:00 Valur-Víkingur R. (Stöð 2 Sport - Origo völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner