Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 13. september 2020 15:57
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Stjarnan stal stigunum í Vesturbæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 1 - 2 Stjarnan
1-0 Kristján Flóki Finnbogason ('63)
1-1 Daníel Laxdal ('86)
1-2 Guðjón Baldvinsson ('89)
Rautt spjald: Arnþór Ingi Kristinsson, KR ('90)

KR tók á móti Stjörnunni í spennandi slag í Pepsi Max-deild karla í dag og var staðan markalaus í leikhlé. Kristján Flóki Finnbogason fékk besta færi fyrri hálfleiksins en skalli hans endaði rétt framhjá markinu.

Það var lítið að frétta í upphafi síðari hálfleiks þar til Kristján Flóki skoraði á 63. mínútu, eftir fyrirgjöf frá Stefáni Árna Geirssyni.

Leikurinn var áfram jafn þar til á lokakaflanum þegar Garðbæingar náðu ótrúlegri endurkomu. Daníel Laxdal skoraði fyrst uppúr þurru eftir skallasendingu frá Guðjóni Baldvinssyni og fullkomnaði Guðjón sjálfur endurkomuna þremur mínútum síðar.

Guðjón skoraði þá með glæsilegum skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Óla Val Ómarssyni.

Skömmu síðar fékk Arnþór Ingi Kristinsson beint rautt spjald fyrir groddaralega tæklingu og í uppbótartíma komust tíu KR-ingar nálægt því að jafna, en skalli Kristjáns Flóka eftir hornspyrnu hafnaði í hliðarnetinu.

Stjarnan stal því mikilvægum stigum á KR-velli og er komið í 2. sæti, fjórum stigum eftir toppliði Vals.

KR er í fimmta sæti, fjórum stigum eftir Stjörnunni.

Textalýsing

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner