Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. október 2019 13:22
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Leið eins og Birkir væri að spila í NFL eða NBA
Icelandair
Birkir í leiknum gegn Frakklandi.
Birkir í leiknum gegn Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason var maður leiksins þegar Ísland tapaði naumlega, 1-0, gegn Heimsmeisturum Frakklands á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

Frammistaða hans kom mörgum á óvart þar sem hann er án félags. Hann hefur aðeins spilað 16 mínútur fyrir félagslið frá 10. mars.

Hann gekk frá starfslokasamningi við Aston Villa síðasta sumar og hefur það verið hægara sagt en gert fyrir hann að semja við nýtt félag. Hann hefur verið orðaður við FC Kaupmannahöfn í Danmörku og Derby og Stoke á Englandi - svo eitthvað sé nefnt.

„Án félags er aldrei að fara að sleppa honum," sagði Tómas Þór Þórðarson í gríni í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Hann hlýtur að fá einhverja góða samninga núna, ef einhverjir voru að horfa á leikinn í gær þá hljóta þeir að taka upp veskið núna," sagði Magnús Már Einarsson.

„Annars er hann bara með einhvern vonlausan umboðsmann," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Auðvitað er maðurinn búinn að fá samningstilboð, en hann verður líka segja einhvers staðar stopp og ganga til einhvers liðs. Er hann ekki meira að leita að einhverju sérstöku liði og landi? Emil (Hallfreðsson) vill bara einhvern veginn vera í einhverju frímerki á Ítalíu til dæmis," sagði Tómas Þór, en Emil er líka án félags og í landsliðshópnum.

„Ég held að Birkir sé opinn fyrir öllu held ég. Derby og Stoke eru að spá í honum, hann þekkir Championship-deildina," sagði Magnús.

„Það sem Birkir Bjarnason gerði í gær, ég skil ekki hvernig þetta er hægt. Hann var að spila um Albaníu um daginn og gat ekki neitt. Þreyta? Ekki til, þetta var 'superhuman' Birkir," sagði Tómas og hélt áfram.

„Mér leið eins og hann var í NFL eða NBA, hann væri á svona 'contract-year', sem hann er reyndar. Það er stundum mjög gott að vera með leikmenn sem eru að renna út á samningi - það er reyndar alls ekki gott þar sem þú gætir misst þá. Leikmenn sem eru að renna út á samningi eiga oft sín bestu tímabil. Birkir var að spila í NFL-deildinni í gær, hann var stórkostlegur."

Umræðuna um Birki í útvarpsþættinum má hlusta á hér að neðan.

Sjá einnig:
Hamren: Birkir kemur mér ekki lengur á óvart
Birkir staðfestir viðræður við Stoke og Derby: Opinn fyrir öllu
Þjálfaramálin og landsliðshringborð - Rýnt í frammistöðu Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner