Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. október 2020 22:11
Aksentije Milisic
Undankeppni HM: Argentína lagði Bólivíu
Mynd: Getty Images
Bólivía 1-2 Argentína
1-0 Marcelo Moreno ('24)
1-1 Lautaro Martinez ('45)
2-1 Joaquin Correa ('79)

Bólivía og Argentína mættust í undankeppni HM í kvöld.

Heimamenn byrjuðu betur og kom Marcelo Moreno þeim yfir á 24. mínútu. Það var hins vegar Lautaro Martinez sem jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks fyrir Argentínu.

Joaquin Correa gerði síðan sigurmark gestanna þegar ellefu mínútur voru til leiksloka. Markið skoraði hann eftir stoðsendingu frá Martinez.

Argentína hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í undankeppninni en Bólivía hefur tapað sínum tveimur.

Ekvador er 2-0 yfir gegn Úrúgvæ þegar þetta er skrifað og er kominn hálfleikur þar. Þá var leikur Venezuel og Paragvæ að fara í gang fyrir stuttu.

Sjá einnig:
Martinez fyrsti Argentínumaðurinn fyrir utan Messi sem skorar í undankeppni HM í fjögur ár

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner