Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   mán 13. nóvember 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum sóknarmaður KR og Vals gerir það gott í Danmörku
Rúnar Kristinsson og Tobias Thomsen.
Rúnar Kristinsson og Tobias Thomsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tobias Thomsen, fyrrum sóknarmaður KR og Vals, er núna að gera ágætis hluti í dönsku úrvalsdeildinni.

Thomsen, sem er 31 árs gamall, spilaði á Íslandi frá 2017 til 2020. Hann spilaði fyrst með KR og fór svo yfir í Val áður en hann fór aftur í Vesturbæinn.

Hann sneri aftur heim til Danmerkur 2020 og samdi þá við Hvidovre í B-deildinni.

Thomsen hjálpaði Hvidovre að komast upp í dönsku úrvalsdeildina fyrr á þessu ári. Á yfirstandandi tímabili er hann búinn að gera þrjú mörk í 13 leikjum í deild þeirra bestu í Danmörku.

Tvö af þessum þremur mörkum komu í 0-2 útisigri gegn OB um liðna helgi en sú frammistaða skilaði honum í lið umferðarinnar hjá Tipsbladet.

„Sóknin hefur verið helsta vandamálið hjá Hvidovre á þessu tímabili en Tobias Thomsen fann leiðina gegn OB þegar hann skallaði tvisvar fram hjá Hans Christian Bernat í marki OB," segir í umsögn Tipsbladet.
Athugasemdir
banner
banner