Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. janúar 2021 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Scott Parker: Skulda ekki neina afsökunarbeiðni
Mynd: Getty Images
Scott Parker, knattspyrnustjóri Fulham, telur sig ekki skulda Jose Mourinho afsökunarbeiðni fyrir að mæta til leiks með sitt sterkasta lið í 1-1 jafntefli gegn Tottenham í gærkvöldi.

Mourinho var ósáttur því leikur liðanna átti upprunalega að fara fram á milli jóla og nýárs en honum var frestað vegna fjölda Covid smita í herbúðum Fulham.

Kynnt var um nýjan leiktíma aðeins tveimur dögum fyrir leik og var Parker ósáttur með lítinn fyrirvara, þar sem hann sagði stóran hluta leikmannahóps sins ekki í leikstandi eftir Covid smitin.

Mourinho svaraði Parker fyrir leik og sagðist búast við að hann myndi tefla fram veikburða liði í ljósi ummæla sinna. Hann sagði að Fulham ætti að biðja restina af úrvalsdeildinni afsökunar ef félagið myndi tefla fram sínu sterkasta byrjunarliði gegn Spurs.

Fulham tefldi fram sterku liði og náði góðu jafntefli.

„Ég skulda ekki neina afsökunarbeiðni. Félagið þarf ekki að afsaka sig fyrir neitt," sagði Parker þegar hann var spurður út í ummæli Mourinho.

„Það er auðvelt að tala um hlutina sem utanaðkomandi. Við mættum til leiks gegn Spurs með byrjunarlið þar sem tveir leikmenn höfðu aðeins mætt á eina æfingu. Aðrir leikmenn voru aðeins búnir að æfa í þrjá eða fjóra daga eftir að hafa verið settir í sóttkví eða einangrun."
Athugasemdir
banner
banner
banner