
FH hefur verið í viðræðum um að taka yfir Lengjudeildarfélag Kórdrengja. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var fundað í gær og bíður KSÍ eftir niðurstöðu frá Kórdrengjum.
Talað hefur verið um möguleika á því að Kórdrengir dragi sig úr keppni og Ægir Þorlákshöfn myndi þá taka sæti liðsins í Lengjudeildinni. Einnig hefur verið talað um þann möguleika að liðið standist ekki leyfiskerfi KSÍ og þá myndi KV halda sæti sínu.
Talað hefur verið um möguleika á því að Kórdrengir dragi sig úr keppni og Ægir Þorlákshöfn myndi þá taka sæti liðsins í Lengjudeildinni. Einnig hefur verið talað um þann möguleika að liðið standist ekki leyfiskerfi KSÍ og þá myndi KV halda sæti sínu.
Í Kaplakrikanum er áhugi á að taka yfir félagið og nota þá liðið að miklu leyti undir unga leikmenn FH. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða niðurstaða hefur komið úr fundarhöldum.
Kórdrengir eru án þjálfara og heimavallar auk þess sem margir lykilmenn eru horfnir á braut. Því hefur framtíð félagsins verið í mikilli óvissu.
FH-ingar voru í fallbaráttu í Bestu deildinni í fyrra og voru nálægt því að þurfa að spila í Lengjudeildinni í ár.
Athugasemdir