Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. janúar 2023 15:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola stoltur: Alveg sama um úrvalsdeildina
Mynd: EPA

Pep Guardiola stjóri Manchester City var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tap gegn Manchester United á Old Trafford í dag.


Hann var þó ósáttur með dómara leiksins sem dæmdi mark Bruno Fernandes gott og gilt en Manchester City vildi fá rangstöðu á Marcus Rashford.

Þá vildi hann fá vítaspyrnu en hann vildi þó ekki mikið tjá sig um það við fréttamann BT Sport.

„Við spiluðum stórkostlegan leik. Mér er alveg sama um úrvalsdeildina og deildabikarinn, við getum ekki unnið það núna, við erum búnir að vinna helling svo það er ekki vandamál," sagði Guardiola sposkur á svipinn.

„Við látum þetta ekki trufla okkur og einbeitum okkur af Tottenham."

City mætir Tottenham á fimmtudaginn.


Athugasemdir
banner
banner