Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. janúar 2023 17:28
Brynjar Ingi Erluson
Klopp hefur verulegar áhyggjur - „Man ekki eftir verri leik"
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segist hafa verulega áhyggjur af liðinu eftir 3-0 tapið gegn Brighton á Amex-leikvanginum í dag. Aldrei hefur hann séð jafn slæma frammistöðu frá því hann tók við liðinu árið 2015.

Liverpool-liðið var á afturfótunum í leiknum gegn Brighton. Það virkaði allt mjög auðvelt fyrir heimamenn sem skoruðu þrjú mörk og sundurspiluðu gestina.

„Þetta var rosalega slæmt. Ég man ekki eftir verri leik. Það er ekki erfitt en Brighton var betra liðið og þetta var fyllilega verðskuldað. Þeir spiluðu mjög vel.“

„Þetta var mjög skipulagt lið gegn mjög óskipulögðu liði. Við gáfum boltann frá okkur, svæðin voru of stór og við gátum ekki ýtt okkur framar á völlinn. Það er augljóslega ekki góðs viti, sérstaklega gegn vel þjálfuðu liði eins og Brighton.“

„Þeir fengu meira sjálfstraust og það öfuga gerðist fyrir okkur. Ég get ímyndað mér að þeir séu rosalega ánægðir enda var þetta glæsileg frammistaða og við gerðum þeim alltof auðvelt fyrir á of mörgum augnablikum.“

Ég fékk hugmynd um að breyta leikkerfinu til að reyna að hjálpa liðinu. Það var hugmyndin, en við náðum aldrei að framkvæma það almennilega. Við vorum alltaf einhverstaðar á milli og það er það versta sem þú getur gert.Við hefðum getað gert betur en gerðum það ekki og þess vegna leit þetta svona út.“

„Við þurfum að vera hugmyndaríkir með þá möguleika sem við erum með. Það sem ég sá frá mínu liði í dag er að þeir voru ekki sannfærðir og þannig er það,“
sagði Klopp.

Hvernig útskýrir Klopp þessa frammistöðu?

„Hvernig get ég útskýrt það? Sömu leikmenn spiluðu frábæran fótboltaleiki en ef hlutirnir eru ekki gerðir rétt þá lítur þetta svona út. Við vorum alltaf of seinir og ef þú vinnur ekki mikilvægar baráttur og tapar boltanum of auðveldlega þá gerist það versta í fótboltanum. Það er ekkert leikkerfi sem leysir þann vanda.“

Klopp segir að liðið þurfi að hafa verulegar áhyggjur eftir þetta tap.

„Já, hvernig get ég ekki verið það eftir svona leik? Ég get ekki staðð hér og sagt að það gerðist ekki. Við þurfum að hafa verulega áhyggjur af þessu,“ sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner