Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 14. janúar 2023 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Rétti tíminn fyrir Klopp til að hætta? - „Hann þarf að svara fyrir ýmislegt"
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Gabriel Agbonlahor, fyrrum leikmaður Aston Villa og núverandi sparkspekingur talkSport
Gabriel Agbonlahor, fyrrum leikmaður Aston Villa og núverandi sparkspekingur talkSport
Mynd: Getty Images
Er kominn tími fyrir Jürgen Klopp að stíga til hliðar hjá Liverpool? Að minnsta kosti er Gabriel Agbonlahor, sparkspekingur hjá talkSport á því máli.

Liverpool tapaði fyrir Brighton í dag, 3-0, en sigurinn var vel verðskuldaður og rúmlega það.

Bikarmeistararnir hafa ekki litið vel út á þessari leiktíð og sitja nú í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa barist um alla titla á síðasta tímabili.

Agbonlahor var í áfalli yfir frammistöðunni og segir að kannski sé kominn tími til að breyta til.

„Ég vil tala stuttlega um Liverpool því liðið hefur ekki verið samkvæmt sjálfu sér á þessu tímabili. Á síðasta tímabili spilaði liðið alla leiki sem voru í boði í öllum fjórum keppnunum en á þessu tímabili er liðið langt frá því. Það hefur verið eitthvað um meiðsli en öll félög glíma við það vandamál.“

„Ég horfi á feril Klopp hjá Mainz. Hann var þar í sjö ár og í Dortmund í sjö ár og nú hjá Liverpool í næstum átta ár. Er þetta rétti tíminn fyrir Liverpool að fá nýja rödd? Eru leikmenn hættir að hlusta á hann? Liðið sem hann stillti upp í dag var Alisson, Robertson, Konate, Matip, Trent, Henderson, Thiago, Fabinho, Oxlade-Chamberlain, Gakpo og Salah. Þetta lið á ekki tapa 3-0 fyrir Brighton.“

„Þetta lið á ekki að vera 38 prósent með boltann, tvö skot á markið og svo var Brighton með 240 fleiri sendingar.“

„Trent er aftur sá Trent sem við vorum að tala um að vildi ekki verjast. Mitoma var að tæta hann í sig í dag og hann nennti ekki einu sinni að hlaupa til baka og hjálpa einhverjum sem var að dekka hans svæði

„Liverpool var skelfilegt og Klopp þarf að svara fyrir ýmislegt,“
sagði Agbonlahor á talkSport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner