Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. janúar 2023 16:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Romano með bombu - Chelsea reynir á fullu að stela Mudryk
Mynd: Getty Images
Mykhailo Mudryk, kantmaður Shakhtar Donetsk í Úkraínu, er eftirsóttasti bitinn á leikmannamarkaðnum í dag.

Arsenal hefur verið að reyna að kaupa hann allan mánuðinn og hefur lagt fram nokkur tilboð.

Arsenal lagði fram tilboð fyrr í þessari viku sem hljóðaði upp á 70 milljónir evra að auki 25 milljóna í árangurstengdar greiðslur. Shakhtar hefur verið að biðja um 100 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Núna segir Fabrizio Romano, sem er áreiðanlegastur þegar kemur að fréttum af leikmannamarkaðnum, að nágrannar Arsenal í Chelsea séu á fullu að reyna að stela Mudryk.

Mudryk hefur verið langmest verið orðaður við Arsenal en viðræðurnar á milli félaganna hafa gengið hægt. Stjórn Chelsea er að ræða við kollega sína hjá Shakhtar þessa stundina í von um að ná samkomulagi.

Chelsea er tilbúið með formlegt tilboð sem er nálægt þeim 100 milljónum evra sem Shakhtar er að biðja um.

Arsenal þarf að drífa sig ef félagið ætlar að landa Mudryk því Chelsea gengur hratt í málin.


Athugasemdir
banner
banner
banner