Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   sun 14. janúar 2024 13:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Fotbollskanalen.se 
Tekur Elísabet við Chelsea?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elísabet Gunnarsdóttir er í baráttunni um að verða næsti þjálfari kvennaliðs Chelsea.


Emma Hayes yfirgefur Chelsea eftir tímabilið til að taka við bandaríska landsliðinu.

Sænska sjónvarpið greinir frá því að Elísabet sé í baráttunni við tvo aðra þjálfara um starfið. Casey Stoney og Laura Harvey eru í baráttunni ásamt Elísabetu en þær þjálfa báðar í Bandaríkjunum.

Elísabet var orðuð við þjálfarastarfið hjá norska landsliðinu en Gemma Grainger tók við því. Elísabet hætti sem þjálfari Kristianstad á síðasta ári en hún var hjá félaginu í tæp 15 ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner