Varnarmaðurinn Axel Disasi er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir leikinn gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Disasi er líklega á förum frá félaginu í janúarglugganum þar sem Juventus hefur mikinn áhuga á honum.
Disasi er 26 ára miðvörður sem getur einnig spilað í hægri bakverði. Hann hefur aðeins spilað fimm úrvalsdeildarleiki fyrir Chelsea á tímabilinu en staðið sig vel í þeim og skorað eitt mark. Auk þess hefur hann spilað alla Evrópuleiki og bikarleiki liðsins á tímabilinu hingað til.
Chelsea hefði kosið að halda leikmanninum en hann segist vilja skipta um félag til að fá meiri spiltíma heldur en er í boði undir stjórn Enzo Maresca.
Gabri Veiga er á bekknum hjá Chelsea gegn Bournemouth þrátt fyrir sterka orðróma um félagaskipti til Borussia Dortmund ásamt Christopher Nkunku sem er eftirsóttur af FC Bayern.
Carney Chukwuemeka og Ben Chilwell hafa einnig verið orðaðir burt frá félaginu en þeir eru ekki í hóp í kvöld.
Athugasemdir