Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 14. febrúar 2021 13:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Úlfarnir komu til baka og sigruðu í Southampton
Southampton 1 - 2 Wolves
1-0 Danny Ings ('25)
1-1 Ruben Neves ('53, víti)
1-2 Pedro Neto ('66)

Southampton tók á móti Wolves í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð mikill baráttuleikur milli tveggja sterkra liða.

Danny Ings gerði eina mark fyrri hálfleiksins með frábærri afgreiðslu eftir laglega fyrirgjöf frá Stuart Armstrong.

Úlfarnir mættu grimmir til leiks í síðari hálfleiks og voru búnir að jafna eftir tæpar átta mínútur. Ruben Neves skoraði þá úr vítaspyrnu eftir að dæmd hafði verið hendi á Ryan Bertrand.

Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta síðari hálfleiks og skoraði Pedro Neto glæsilegt mark á 66. mínútu. Hápressa Úlfanna skilaði sér með varnarmistökum hjá heimamönnum. Boltinn endaði hjá Neto sem gerði frábærlega að leika á varnarmann og skora úr þröngu færi.

Southampton átti erfitt með að brjóta skipulagt lið Úlfanna á bak aftur og lokatölur urðu 1-2. Úlfarnir eru komnir í tólfta sæti, með 30 stig. Þetta var sjötta tap Southampton í röð í deildinni og er liðið með 29 stig.

Liðin mættust í enska bikarnum í vikunni og vann Southampton þá sannfærandi sigur á Molineux, 0-2.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner