Varnarmaðurinn Pau Cubarsi hefur framlengt samning sinn við Barcelona. Hann gildir til sumarsins 2029.
Cubarsi er aðeins 18 ára en hann hefur leikið 60 leiki með liðinu en fyrsti leikurinn var gegn Unionistas í janúar í fyrra.
Xavi gaf honum fyrsta tækifærið en hann hefur verið algjör lykilmaður undir stjórn Hansi Flick og hefur komið við sögu í öllum 36 leikjum liðsins á tímabilinu.
Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir hönd Spánar í mars í fyrra en leikirnir eru orðnir fimm talsins. Þá var hann í landsliðshópnum sem vann gullið á Ólympíuleiknunum síðasta sumar.
Athugasemdir