Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. mars 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta og Ödegaard bestir í London - Dagný tilnefnd
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Verðlaunaafhending London Football Awards fór fram í gærkvöldi þar sem Mikel Arteta, Martin Ödegaard og Bukayo Saka, knattspyrnustjóri og stjörnuleikmenn Arsenal, voru heiðraðir. Dagný Brynjarsdóttir var einnig tilnefnd á hátíðinni.


Arteta, Ödegaard og Saka tóku við verðlaununum við hátíðlega athöfn í London þar sem allt helsta fótboltafólk höfuðborgarinnar var samankomið.

Arteta var valinn sem knattspyrnustjóri ársins framyfir Richie Wellens sem hefur verið að gera frábæra hluti með Leyton Orient í ensku D-deildinni. Emma Hayes, Thomas Frank og Marco Silva komu einnig til greina í þeim flokki.

Ödegaard var valinn sem leikmaður ársins og vann leikmenn á borð við Harry Kane, Ivan Toney, Aleksandar Mitrovic og Bukayo Saka í kosningunni.

Saka var valinn besti ungi leikmaður ársins, framyfir liðsfélaga sína Gabriel Martinelli og William Saliba en Michael Olise og Billy Mitchell komu einnig til greina. 

Arsenal vann öll helstu verðlaun í karlaflokki því Aaron Ramsdale var svo kjörinn sem markvörður ársins framyfir David Raya, sem hefur verið að gera frábæra hluti á milli stanga Brentford.

Í kvennaflokki voru leikmenn Chelsea bestir. Sam Kerr var leikmaður ársins og Lauren James besti ungi leikmaðurinn. Það vekur athygli að Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham, var ein af fimm mögulegum sigurvegurum í kvennaflokiki ásamt tveimur leikmönnum Arsenal og tveimur frá Chelsea.

Son Heung-min skoraði flottasta mark ársins þegar hann kom inn af bekknum í 6-2 sigri gegn Leicester og þá var Paul Smyth, leikmaður Leyton Orient, valinn sá besti í neðri deildunum.

Að lokum fékk Mark Noble, sem er goðsögn hjá West Ham, viðurkenningu fyrir framlag sitt til fótboltans í London.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner