Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. mars 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfarabreyting hjá KÁ sem tekur sæti Hamranna í 4. deild
Kristinn Aron (til hægri) er tekinn við KÁ.
Kristinn Aron (til hægri) er tekinn við KÁ.
Mynd: Snorri
Hamrarnir hafa dregið sitt lið úr keppni í 4. deild og mun KÁ, venslafélag Hauka, taka sæti liðsins í deildinni.

Það eru frekari tíðindi af KÁ því Kristinn Aron Hjartarson er tekinn við þjálfun liðsins.

Hann hefur í vetur þjálfað liðið ásamt Salih Heimi Porca, en Salih Heimir er hættur þjálfun liðsins.

Kristinn, sem fæddur er árið 1986, lék á sínum ferli með Kára, Skallagrími, ÍA, Tindastóli, Grundafirði, Þrótti Vogum, Hvíta riddaranum, Kórdrengjum, Álafossi og síðast KÁ sumarið 2021.

Hér fyrir neðan má sjá þau tíu lið sem verða í 4. deildinni í sumar.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner