Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 14. apríl 2021 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Margrét Regína og Elinóra í Fram (Staðfest)
Kvenaboltinn
Margrét Regína
Margrét Regína
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Elinóra Ýr Kristjánsdóttir og Margrét Regína Grétarsdóttir skrifuðu á dögunum undir samning hjá Fram sem gildir út komandi tímabil.

Margrét hefur áður spilað með Fram og var sumarið 2019 fyrirliði Aftureldingar. Hún er reynslumikill miðjumaður.

Elinóra er efnilegur markmaður sem kemur frá ÍA og er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Hún hefur þegar spilað nokkra leiki á undirbúningstímabilinu.

„Við bjóðum þær báðar velkomnar til Fram og hlökkum mikið til sumarsins með þeim," segir í tilkynningu Fram.

Fram leikur í 2. deild á komandi leiktíð.



Athugasemdir
banner
banner