Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   mið 14. apríl 2021 21:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milner: Vorum augljóslega betra liðið
Mynd: EPA
„Frammistaðan, ákefðin og viljinn var til staðar. En ef þú nýtir ekki færin þá gengur þetta ekki upp og það var munurinn," sagði James Milner, leikmaður Liverpool, eftir markalaust jafntefli gegn Real Madrid í kvöld. Real fer áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-1.

„Það var jákvætt að við bjuggum til færi og burgðumst við. Við vorum augljóslega betra liðið og gerðum nóg til að vinna leikinn."

„Við vildum koma sterkir til leiks og vildum stýra hraðanum. Ef við hefðum spilað fyrri leikinn með sömu ákefð þá hefði niðurstaðan verið öðru. Í heildina þá vorum við ekki nægilega góðir í þessum tveimur leikjum."

„Mikilvægast er að ef við spilum eins og í dag þá getum við vonandi endað í einu af efstu fjórum sætunum,"
sagði Milner.
Athugasemdir
banner
banner