Það var heldur betur dramatík þegar KR og Valur áttust við í Reykjavíkurslag í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli.
KR jafnaði metin með flautumarki úr vítaspyrnu í blálokin. Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði af vítapunktinum á 101. mínútu leiksins.
KR jafnaði metin með flautumarki úr vítaspyrnu í blálokin. Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði af vítapunktinum á 101. mínútu leiksins.
KR-ingar voru ósáttir þegar 20 mínútur voru til leiksloka er Tryggvi Hrafn Haraldsson, leikmaður Vals, fékk að líta gula spjaldið fyrir groddaralega tæklingu. Stuðningsmenn KR vildu sjá annan lit á spjaldinu og sungu um að þetta væri rautt fyrir norðan. Voru þeir þá að vísa til rauða spjaldsins sem Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, fékk gegn KA á dögunum.
„Ástbjörn liggur í gervigrasinu eftir tæklingu Tryggva Hrafns. Einhverjir KR-ingar í stúkunni vildu fá annan lit á þetta spjald," sagði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.
Hafliði Breiðfjörð var á vellinum með myndavélina og náði frábærum myndum af þessu atviki. Af þessum myndum að dæma er óhætt að segja að Tryggvi hafi verið heppinn að fá bara gult spjald.
Þegar þarna kemur við sögu er staðan 1-2 fyrir Val og nóg eftir af leiknum.
Athugasemdir