Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 15:01
Ívan Guðjón Baldursson
Einungis fyrirliðar mega ræða við dómara í Evrópukeppnum (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Evrópska fótboltasambandið UEFA ætlar að yfirfæra nýja dómarareglu yfir á félagsliðakeppnir fyrir næstu leiktíð, þar sem einungis fyrirliðar mega ræða við dómara á meðan á leik stendur. Ef aðrir leikmenn gera tilraun til þess, fá þeir gult spjald að launum.

UEFA telur þessa reglubreytingu hafa bætt Evrópumótið og má búast við að sjá hana í öllum keppnum á vegum UEFA, svo sem Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.

Það fóru mörg gul spjöld á loft í riðlakeppni Evrópumótsins í ár og voru mörg þeirra gefin til leikmanna sem töluðu við dómara án leyfis.

„Þessi reglubreyting hjálpar ímynd fótboltans á heimsvísu og eykur mikilvægi þess að sýna virðingu í garð dómara," segir talsmaður UEFA meðal annars.

„Reglubreytingin mun taka gildi í öllum keppnum UEFA frá og með næstu viku."

Ef fyrirliði liðs er markvörður þá verður að velja einn útispilandi leikmann til að tala við dómarann á meðan á leik stendur. Þegar það er gert má markvörðurinn ekki ræða við dómarann þrátt fyrir að vera fyrirliði, en Gianluigi Donnarumma fyrirliði Ítalíu klikkaði á þessu gegn Spáni í riðlakeppni EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner