Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 14. ágúst 2020 05:55
Aksentije Milisic
Ísland í dag - Íslenski boltinn snýr aftur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Boltinn byrjar aftur að rúlla á Íslandi í dag en ekkert hefur verið spilað hér á landi síðan 30. júlí og því mikið fagnaðarefni að búið sé að gefa grænt ljós á að hefja deildirnar aftur. Þó verður spilað áhorfendalaust til að byrja með en hvort félag má hafa 10 áhorfendur sem félögin telji að þurfi að sjá umræddan leik.

Í Pepsi Max deild karla eru tveir leikir á dagskrá í dag. Stórleikur er í Frostaskjólin þegar KR fær FH í heimsókn en sá leikur hefst kl.18 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klukkan 19.15 hefst leikur Stjörnunnar og Gróttu en hann verður sýndur á Stöð 2 Sport 3.

Einnig er leikið í Lengjudeild karla í dag en þar mætast Fram og ÍBV og hins vegar Víkingur Ólafsvík og Þróttur R. Þá fara fram þrír leikir í 2.deild karla.

Leikið verður í D-riðli í 4.deild karla og þá fer fram einn leikur í 2.deild kvenna þegar Sindri fær lið ÍR í heimsókn. Alla leiki dagsins má sjá hér að neðan.

Pepsi Max-deild karla
18:00 KR-FH (Meistaravellir)
19:15 Stjarnan-Grótta (Samsungvöllurinn)

Lengjudeild karla
18:00 Fram-ÍBV (Framvöllur)
19:15 Víkingur Ó.-Þróttur R. (Ólafsvíkurvöllur)

2. deild karla
18:00 Fjarðabyggð-KF (Eskjuvöllur)
19:00 Þróttur V.-Víðir (Vogaídýfuvöllur)
19:15 Haukar-Njarðvík (Ásvellir)

2. deild kvenna
19:00 Sindri-ÍR (Sindravellir)

4. deild karla - D-riðill
20:00 Mídas-Hvíti riddarinn (Víkingsvöllur)
20:00 Smári-Árborg (Fagrilundur - gervigras)
20:00 Kría-KB (Vivaldivöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner