Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 14. september 2019 13:01
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Benzema tryggði sigur gegn Levante
Real Madrid 3 - 2 Levante
1-0 Karim Benzema ('25)
2-0 Karim Benzema ('31)
3-0 Casemiro ('40)
3-1 Borja Mayoral ('49)
3-2 Gonzalo Melero ('75)

Karim Benzema skoraði tvennu er Real Madrid lagði Levante að velli í fyrsta leik dagsins í spænska boltanum.

Real stjórnaði gangi leiksins í fyrri hálfleik og leiddi 3-0 eftir að Casemiro setti þriðja markið.

Borja Mayoral minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks og skoraði Gonzalo Melero á 75. mínútu en það nægði ekki.

Real uppskar verðskuldaðan sigur og eru lærisveinar Zinedine Zidane með átta stig eftir fjórar umferðir. Levante er með sex stig.
Athugasemdir
banner
banner