
Berglind Rós Ágústsdóttir og Hlín Eiríksdóttir eru báðar komnar áfram í sænska bikarnum eftir að lið þeirra unnu góða sigra í kvöld.
Berglind byrjaði á bekknum hjá Örebro sem vann öruggan 4-1 sigur á Mallbackens IF.
Hún kom inná sem varamaður á 72. mínútu leiksins og hjálpaði liðinu að sigla sigrinum heim.
Örebro er því komið áfram í riðlakeppni bikarsins en Hlín verður einnig í riðlakeppninni.
Hlín var í byrjunarliði Piteå sem vann Team TG, 3-0. Hún fór af velli á 73. mínútu leiksins. Piteå mun því spila í riðlakeppninni þetta árið.
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru ríkjandi bikarmeistarar. Liðið á möguleika á því að verða sigursælasta lið Svíþjóðar í bikarnum í ár en liðið hefur unnið sex sinnum eins og Öxabäck IF. Rosengård þarf þó ekki að hafa áhyggjur í þeirri baráttu enda var Öxabäck leyst upp árið 1999 vegna skulda.
Athugasemdir