22. umferð Bestu deildarinnar verður leikin á laugardag, síðasta umferðin fyrir tvískiptingu deildarinnar. Aganefnd KSÍ kom saman í gær og ljóst er hvaða leikmenn verða í banni.
Þar á meðal er Ísak Snær Þorvaldsson, einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar, sem verður því ekki með toppliði Breiðabliks sem fær ÍBV í heimsókn.
Halldór Jón Sigurður Þórðarson verður ekki með Eyjamönnum í umræddum leik vegna uppsafnaðra áminninga.
Þar á meðal er Ísak Snær Þorvaldsson, einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar, sem verður því ekki með toppliði Breiðabliks sem fær ÍBV í heimsókn.
Halldór Jón Sigurður Þórðarson verður ekki með Eyjamönnum í umræddum leik vegna uppsafnaðra áminninga.
Keflavík heimsækir Fram í leik þar sem bæði lið vonast eftir enda í efri hlutanum með sigri og tapi Stjörnunnar á sama tíma. Dani Hatakka, Patrik Johannesen og Sindri Snær Magnússon verða allir í banni hjá Keflavík vegna uppsafnaðra áminninga.
Stjarnan fær FH í heimsókn og verður án Einars Karls Ingvarssonar sem tekur út bann. Sveinn Margeir Hauksson tekur út bann hjá KA sem heimsækir Val á Origo völlinn en Ágúst Eðvald Hlynsson verður í banni hjá Val.
Þá verður Leiknir án tveggja leikmanna vegna leikbanna í fallbaráttuslag gegn ÍA á Akranesi. Zean Dalügge fékk rautt spjald í síðustu umferð og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur safnað fjórum gulum spjöldum.
Besta-deild karla - 22. umferð
14:00 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
14:00 Valur-KA (Origo völlurinn)
14:00 ÍA-Leiknir R. (Norðurálsvöllurinn)
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Fram-Keflavík (Framvöllur - Úlfarsárdal)
14:00 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir