Cristiano Ronaldo er ótrúlegur markaskorari en hann skoraði sitt 900. og 901. mark á ferlinum í landsleikjahléinu á dögunum.
Ronaldo snéri aftur til Sádí-Arabíu eftir síðustu helgi og spilaði fyrir Al-Nassr gegn Al-Ahli í gær en leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Al-Nassr jafnaði metin seint í uppbótatíma.
Fyrir leikinn var Ronaldo heiðraður en hann fékk treyju merkta númer 900 sem táknar þann markafjölda sem hann hefur skorað á ferlinum.
Þá voru stuðningsmenn liðsins með glæsilegan borða þar sem á stóð 900 og mynd af Ronaldo.
Until the last moment. Keep believing! pic.twitter.com/Wiw0Av3eLo
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) September 13, 2024
Athugasemdir