Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. október 2020 14:20
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Man Utd gegn Newcastle - Telles gæti leikið sinn fyrsta leik
Liklegt byrjunarlið Mirror.
Liklegt byrjunarlið Mirror.
Mynd: Getty Images
Manchester United þarf nauðsynlega á sigri að halda þegar liðið heldur norður og spilar gegn Newcastle á laugardagskvöld.

Rauðu djöflarnir fengu ótrúlegan 6-1 skell gegn Tottenham fyrir landsleikjagluggann.

United fer brösuglega af stað á nýju tímabili og vondur félagaskiptagluggi hjálpar ekki til við að lyfta brúninni.

Bakvörðurinn Alex Telles sem var keyptur frá Porto spilar líklega sinn fyrsta leik fyrir United en Mirror setur hann í líklegt byrjunarlið.

Scott McTominay, Paul Pogba og Bruno Fernandes skipa miðjuna í líklegu byrjunarliði.

Anthony Martial fékk rautt gegn Tottenham og tekur út leikbann gegn Newcastle. Þá er Edinson Cavani í sóttkví eftir komuna til United.

Daniel James gæti því fengið sjaldgæfan byrjunarliðsleik.

United tapaði síðast þegar liðið heimsótti Newcastle í október 2019 en Matty Longstaff skoraði eina mark leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner