Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heyrðist ekki í íslenska þjóðsöngnum fyrir bauli
Icelandair
Leikurinn fer fram í Istanbúl.
Leikurinn fer fram í Istanbúl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það heyrðist lítið sem ekkert í þjóðsöng Íslendinga er hann var spilaður á Türk Telekom vellinum í Istanbúl rétt í þessu.

Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2020.

Tyrkneskir áhorfendur bauluðu hástöfum er lofsöngur Íslendinga var spilaður.

„Varla hægt að heyra í íslenska þjóðsöngnum fyrir bauli.. baulað samfleytt á meðan okkar söngur var spilaður," skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsingu Fótbolta.net.

Haukur Harðarson, sem lýsir leiknum á RÚV, sagði: „Mikil vanvirðing að hálfu Tyrkja. Það var mikið baulað og margir hverjir með puttann á lofti."

Andrúmsloftið breyttist þegar þjóðsöngur Tyrkja hljómaði.

„Svo kom sá tyrkneski og allir sungu að sjálfsögðu hástöfum með," skrifaði Elvar Geir.

Hávaðinn á vellinum er gífurlegur.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner