Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 14. nóvember 2024 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Spáni
Þarf að finna þá sem hafa hæfileika til að vera góðir varnarmenn
Icelandair
Davíð Snorri ásamt Arnóri Snæ Guðmundssyni styrktarþjálfara landsliðsins á æfingu á Spáni í gær.
Davíð Snorri ásamt Arnóri Snæ Guðmundssyni styrktarþjálfara landsliðsins á æfingu á Spáni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason á æfingunni.
Sverrir Ingi Ingason á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég lifi samt eftir því að þeim meiri gæði því betra, frekar en magnið," sagði Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í vikunni aðspurður út í skort á miðvörðum íslenskum fótbolta.

Ísland mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á laugardagskvöldið og Wales svo á þriðjudag. Aðeins hefur kjarnast úr hópnum frá því hann var fyrst tilkynntur og nú stendur Sverrir Ingi Ingason eftir sem eini hreinræktaði miðvörðurinn.

Aron Einar Gunnarsson, Guðlaugur Victor Pálsson og fleiri geta svo leyst stöðuna svo ljóst er að við verðum alltaf með frambærilegt byrjunarlið í leikjunum.

Við spurðum Davíð Snorra samt út í hvað er hægt að gera til að fjölga miðvörðum í íslenskum fótbolta en útlit er fyrir að skorturinn gæti haldið áfram.

„Hvernig getum við veitt því athygli að varnarleikur skiptir máli? Við höfum verið að skoða það undanfarið og munum nýta veturinn í að prófa okkur áfram með það," svaraði Davíð Snorri.

„Hvernig getum við vakið athygli á því að góður varnarleikur skiptir jafmiklu máli og góður sóknarleikur. Vonandi náum við og félögin að hjálpast að með það í sameiningu," hélt hann áfram.

„Það er alltaf verið að tala um að halda boltanum, sendingar og skot og svona en stundum skiptir góð tækling eða skalli líka máli. Þegar maður bendir á að maður er ekki eingöngu á að tala um sóknarleik heldur líka leggja áherslu á varnarleik. Það erum við að gera hér í A-landsliðinu og gerum líka í yngri landsliðunum."

„Við þurfum að vera ennþá grimmari í að menn átti sig á því að það er líka gott að vera góður varnarmaður. Þeir sem hafa hæfileika í því og geta verið góðir varnarmenn og góðir í að verjast, tilbúnir að takast á og jafnvel meiða aðeins. Það þarf að finna þá og sjá hvar tækifærin liggja."

Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner