Eins og fjallað hefur verið um þá fór Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarlandsliðsþjálfari í viðtal við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping í síðustu viku, líkt og Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.
Talað hefur verið um í sænskum fjölmiðlum að einnig sé mögulegt að Jóhannes verði næsti þjálfari Öster en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hann fundað með félaginu.
Talað hefur verið um í sænskum fjölmiðlum að einnig sé mögulegt að Jóhannes verði næsti þjálfari Öster en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hann fundað með félaginu.
Öster mistókst að komast upp úr sænsku B-deildinni á liðnu tímabili en Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, lét af störfum hjá félaginu nýlega. Túfa er fyrrum þjálfari KA og Grindavíkur.
Enn er beðið eftir því að Norrköping staðfesti ráðningu sína og má gera ráð fyrir því að það sé fyrsti kostur Jóhannesar ef honum býðst starfið. Hann er þó með fleiri járn í eldinum.
Athugasemdir