Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 11. desember 2023 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli: Fannst þetta ganga vel en svo verður að koma í ljós hvað verður
Jói Kalli hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í tvö ár.
Jói Kalli hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í tvö ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
fer inn á þessa fundi til að kynna sjálfan mig og mína hugmyndafræði
fer inn á þessa fundi til að kynna sjálfan mig og mína hugmyndafræði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson fór í starfsviðtal hjá Norrköping í liðinni viku. Hann var ekki eini aðilinn sem fór í viðtal. Fjallað var um það fyrir viku síðan að þeir Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, væru einnig á leið í viðtal.

Fótbolti.net ræddi við Jóa Kalla í dag og var hann spurður út í viðtalið.

„Ég fór á fund með Norrköping í síðustu viku. Mér fannst þetta skemmtileg reynsla og mikill heiður, það var gaman að fá að taka þátt í þessu. Mér fannst þetta ganga vel en svo verður að koma í ljós hvað verður. Það eru færir einstaklingar á lista hjá Norrköping og þeir eiga eftir að velja góðan mann í þetta starf. Það verður að koma í ljós hver það verður," sagði Jói Kalli.

Er eitthvað talað um hvenær þú fengir einhver svör með framhaldið? „Nei nei, ég veit bara að þeir ætla sér að vera búnir að ráða þjálfara fyrir jól."

Ertu sáttur við hvernig þú stóðst þig á fundinum?

„Ég fer inn á þessa fundi til að kynna sjálfan mig og mína hugmyndafræði. Ég held að ég hafi komið því ágætlega frá mér, en auðvitað skiptir meira máli hvað þeim finnst um hvernig ég kom því frá mér heldur en hvað mér finnst um það."

„Þetta var áhugavert. Ég hef aldrei farið í svona starfsviðtal áður hjá erlendu félagi. Þetta var dýrmæt reynsla,"
sagði Jói Kalli.
Athugasemdir
banner