Breiðablik mætir Zorya Luhansk í kvöld í lokaleik sínum á tímabilinu. Breiðablik er án stiga eftir fimm umferðir og er gott tækifæri í kvöld til að koma stigi eða stigum á töfluna.
Zorya er í fallbaráttu í úkraínsku deildinni. Liðið hefur ekki unnið síðan 20. október en þá vann liðið sinn þriðja leik í röð. Fyrri leikurinn gegn Breiðabliki, 0-1 sigur á Laugardalsvelli, var fyrsti sigurleikurinn í þeirri sigurhrinu. Frá sigrinum 20. október hefur liðið tapað sex leikjum og gert þrjú jafntefli. Síðast lék liðið gegn Kryvbas í deildinni fyrir fimm dögum og endaði leikurinn 2-2.
Zorya er í fallbaráttu í úkraínsku deildinni. Liðið hefur ekki unnið síðan 20. október en þá vann liðið sinn þriðja leik í röð. Fyrri leikurinn gegn Breiðabliki, 0-1 sigur á Laugardalsvelli, var fyrsti sigurleikurinn í þeirri sigurhrinu. Frá sigrinum 20. október hefur liðið tapað sex leikjum og gert þrjú jafntefli. Síðast lék liðið gegn Kryvbas í deildinni fyrir fimm dögum og endaði leikurinn 2-2.
Igor Gorbach og Eduardo Guerrero eru markahæstir í riðlakeppninni hjá Zorya með tvö mörk hvor. Guerrero er 23 ára landsliðsmaður Panama sem kom til félagsins frá Beitar Jerusalem á síðasta ári. Gorbach er nítján ára Úkraínumaður sem kom frá Dynamo Kiev á þessu ári.
Fyrir sigur í leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fást 500 þúsund evrur (um 75 milljónir íslenskra króna) og fyrir jafntefli fá liðin 166 þúsund evrur hvort. Það eru því vænar peningaupphæðir í boði fyrir góð úrslit í kvöld. En það er ekki það eina sem Blikar horfa í.
Þeir ætla sér ekki að enda með núll stig í keppninni. Keppnin er þriggja ára gömul og einungis hefur eitt lið endað án stiga. Það var Lincoln Red Imps frá Gíbraltar árið 2021. Annað félag getur ásamt Breiðabliki komist í kleinurhingjaflokkinn. Það er Cukaricki frá Serbíu sem er án stiga eftir fimm leiki.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir