Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 14. desember 2023 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Kiddi Steindórs: Yrði allt annað að þurfa ekki að horfa á einn kleinuhring
,,Leikurinn full seint fyrir minn smekk"
Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir.
Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leikurinn hefst klukkan 21:00 að pólskum tíma.
Leikurinn hefst klukkan 21:00 að pólskum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net á hóteli Breiðabliks í Lublin í dag. Í kvöld mætir Breiðablik liði Zorya Luhansk í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma á Lublin Arena.

„Leikurinn leggst vel í mig, stemning, en kannski full seint fyrir minn smekk. Maður þarf að bíða aðeins of lengi, hefði viljað hafa hann aðeins fyrr, en ég held það séu allir klárir," sagði Kiddi. Leikurinn hefst klukkan 21:00 á pólskum tíma.

„Maður þarf að passa sig að borða ekki of mikið, það eru nokkrar máltíðir og maður þarf að stilla það af. Svo þarf líka að passa sig að vera ekki bara rúmliggjandi, það getur verið hættulegt að hvíla sig of mikið, maður þarf að halda sér á fótum og gera eitthvað aðeins til að kveikja á heilanum og löppunum; vera svolítið á hreyfingu svo maður sé klár."

„Það eru máltíðir á ákveðnum tíma og smá sveigjanleiki með það, mismunandi hvað menn vilja gera. Svo er yfirleitt allavega einn göngutúr og svo eitthvað valfrjálst. Þetta er ekkert of stíft sem er fínt, menn hafa svolítið frjálsar hendur."


Örugglega hærra stig en fólk gerir sér grein fyrir
Tímabilinu hjá Blikum lýkur í kvöld.

„Það eru blendnar tilfinningar. Það verður auðvtitað mjög gott að komast í frí og kannski hvíla sig á hvor öðrum hérna. En það er samt alltaf skrítið að slútta tímabilinu. Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir."

„Klárlega væri það allt önnur saga ef við náum í úrslit í kvöld - þegar litið verður til baka að þurfa ekki að horfa á einn kleinuhring (töluna núll) í riðlakeppninni. En það tekur svo sem ekkert frá árangrinum sem slíkum - að vera í þessari riðlakeppni - við erum komnir á hátt 'level' og örugglega hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Það myndi klárlega breyta því hvernig horft verður á keppnina ef við náum í sigur - allavega einn punkt,"
sagði Kiddi.
Athugasemdir
banner
banner