Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   fim 14. desember 2023 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Kiddi Steindórs: Yrði allt annað að þurfa ekki að horfa á einn kleinuhring
,,Leikurinn full seint fyrir minn smekk"
Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir.
Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leikurinn hefst klukkan 21:00 að pólskum tíma.
Leikurinn hefst klukkan 21:00 að pólskum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net á hóteli Breiðabliks í Lublin í dag. Í kvöld mætir Breiðablik liði Zorya Luhansk í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma á Lublin Arena.

„Leikurinn leggst vel í mig, stemning, en kannski full seint fyrir minn smekk. Maður þarf að bíða aðeins of lengi, hefði viljað hafa hann aðeins fyrr, en ég held það séu allir klárir," sagði Kiddi. Leikurinn hefst klukkan 21:00 á pólskum tíma.

„Maður þarf að passa sig að borða ekki of mikið, það eru nokkrar máltíðir og maður þarf að stilla það af. Svo þarf líka að passa sig að vera ekki bara rúmliggjandi, það getur verið hættulegt að hvíla sig of mikið, maður þarf að halda sér á fótum og gera eitthvað aðeins til að kveikja á heilanum og löppunum; vera svolítið á hreyfingu svo maður sé klár."

„Það eru máltíðir á ákveðnum tíma og smá sveigjanleiki með það, mismunandi hvað menn vilja gera. Svo er yfirleitt allavega einn göngutúr og svo eitthvað valfrjálst. Þetta er ekkert of stíft sem er fínt, menn hafa svolítið frjálsar hendur."


Örugglega hærra stig en fólk gerir sér grein fyrir
Tímabilinu hjá Blikum lýkur í kvöld.

„Það eru blendnar tilfinningar. Það verður auðvtitað mjög gott að komast í frí og kannski hvíla sig á hvor öðrum hérna. En það er samt alltaf skrítið að slútta tímabilinu. Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir."

„Klárlega væri það allt önnur saga ef við náum í úrslit í kvöld - þegar litið verður til baka að þurfa ekki að horfa á einn kleinuhring (töluna núll) í riðlakeppninni. En það tekur svo sem ekkert frá árangrinum sem slíkum - að vera í þessari riðlakeppni - við erum komnir á hátt 'level' og örugglega hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Það myndi klárlega breyta því hvernig horft verður á keppnina ef við náum í sigur - allavega einn punkt,"
sagði Kiddi.
Athugasemdir
banner
banner
banner