Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille þegar liðið tapaði dýrmætum stigum í frönsku deildinni í dag.
Liðið tapaði 1-0 gegn Nantes en sigurmarkið kom á 83. mínútu. Nantes hafði missst mann af velli með rautt spjald tíu mínútum áður. Lille er í 5. sæti með 44 stig eftir 26 umferðir en Nice er þremur stiugm á undan í 4. sæti en liðið gerði jafntefli gegn Auxerre í gær.
Liðið tapaði 1-0 gegn Nantes en sigurmarkið kom á 83. mínútu. Nantes hafði missst mann af velli með rautt spjald tíu mínútum áður. Lille er í 5. sæti með 44 stig eftir 26 umferðir en Nice er þremur stiugm á undan í 4. sæti en liðið gerði jafntefli gegn Auxerre í gær.
Alfons Sampsted átti góðann leik í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Birmingham í síðustu umferð þegar liðið vann Stevenage. Hann fékk tækifærið aftur í dag en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Northampton. Willum Þór Willumsson var einnig í byrjunarliðinu.
Birmingham er með mikla yfirburði í C-deildinni en liðið er á toppnum með 83 stig, 12 stigum á undan Wrexham og eiga leik til góða.
Jón Daði Böðvarsson snéri aftur í byrjunarlið Burton þegar liðið heimsótti Shrewsbury. Hann hafði misst af þremur leikjum vegna meiðsla. Óheppnin hélt áfram að elta hann því hann þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik vegna meiðsla. Burton vann leikinn 2-0.
Burton er í 21. sæti með 36 stig eftir 37 umferðir. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti.
Jason Daði Svanþórsson spilaði 53 mínútur þegar Grimsby tapaði 1-0 gegn Salford í ensku D-deildinni. Grimsby er í 9. sæti með 56 stig eftir 37 umferðir.
Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði allan leikinn en Nökkvi Þeyr Þórisson var allan tímann á bekknum þegar Sparta Rotterdam gerði 1-1 jafntefli gegn Zwolle í hollensku deildinni. Sparta er í 15. sæti með 25 stig eftir 26 umferðir. Kolbeinn Finnsson sat á bekknum þegar Utrecht tapaði 1-0 gegn NEC Nijmegen. Utrecht er í 3. sæti með 49 stig.
Atli Barkarson kom inn á sem varamaður þegar Waregem vann Francs Borains 3-1 í næstefstu deild í Belgíu. Waregem er í 2. sæti með 52 stig, stigi á eftir toppliði RWDM.
Athugasemdir