Dean Huijsen hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sýna með Bournemouth á þessari leiktíð en hann gekk til liðs við félagið frá Juventus síðasta sumar.
Hann spilaði aðeins einn leik fyrir Juventus en hann gekk til liðs við félagið árið 2021. Hann var á láni hjá Roma á síðasta tímabili.
Hann spilaði aðeins einn leik fyrir Juventus en hann gekk til liðs við félagið árið 2021. Hann var á láni hjá Roma á síðasta tímabili.
„Voru Juventus ósanngjarnir við mig? Kannski. Ég fór á lán til Roma og kom aftur og þeir sögðu við mig að ég ætti að fara en þeir ætluðu ekki að neyða mig," sagði Huijsen.
„Svo gerðu þeir það, þeir létu mig æfa einan og svoleiðis. Þetta var slæmt því ég var búinn að vera þarna í þrjú ár, byrjaði í U17 liðinu og ég vildi bara fá tækifæri með aðalliðinu."
Huijsen hefur verið orðaður við mörg stórlið um alla Evrópu. M.a. Real Madrid, Liverpool og Bayern.
Athugasemdir