Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 15. maí 2019 10:45
Elvar Geir Magnússon
Hughton fundar með West Brom
Hughton og Pep Guardiola.
Hughton og Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion mun funda með Chris Hughton í næstu viku til að ræða um möguleika á því að hann taki við stjórastarfi félagsins.

Hughton er atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn á mánudag, innan við sólarhring eftir að ensku úrvalsdeildinni lauk.

West Brom tapaði fyrir Aston Villa í vítaspyrnukeppni í Championship-umspilinu í gærkvöldi og er þegar farið að búa sig undir næsta tímabil í B-deildinni.

Hugton, sem er 60 ára, hefur tvisvar náð að stýra liði upp úr Champipnship á ferli sínum: Newcastle og Brighton.

Það voru mikil vonbrigði fyrir Hughton að vera rekinn frá Brighton en hann vill snúa aftur í stjórastarf sem fyrst.

West Brom er með fleiri nöfn á blaði, þar á meðal Slavisa Jokanovic sem var stjóri Fulham. West Brom ræddi við Jokanovic eftir að Darren Moore var rekinn í mars.

Búast má við miklum breytingum á leikmannahópi West Brom í sumar. Jimmy Shan tók við sem bráðabirgðastjóri þegar Moore var rekinn en honum hefur verið sagt að hann fái tilboð um að vera áfram í þjálfarateyminu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner