Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. maí 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 3. umferðar: Þrír markmenn gerðu tilkall
Lillý Rut er í liði umferðarinnar.
Lillý Rut er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól er í hægri bakverðinum.
Barbára Sól er í hægri bakverðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
3. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna lauk í gærkvöldi með 1-0 sigri Vals á Stjörnunni. Stelpurnar hans Péturs Péturssonar byrja mótið vel og er með fullt hús stiga ásamt Breiðabliki.


Lillý Rut Hlynsdóttir og Elín Metta Jensen eru í liði umferðarinnar ásamt Birtu Guðlaugsdóttur markmanni Stjörnunnar sem stal senunni og bjargaði því að sigur Vals hefði ekki endað stærri.

Í vörninni með Lillý er síðan Arna Sif Ásgrímsdóttir leikmaður Þórs/KA sem stóð vaktina í 3-1 sigri liðsins á ÍBV í Eyjum. Liðsfélagar hennar þær Margrét Árnadóttir og Sandra Mayor er einnig í liði umferðarinnar.

Selfoss vann mikilvægan 1-0 útisigur á HK/Víkingi þar sem Barbára Sól Guðlaugsdóttir var best Selfyssinga. Hjá HK/Víkingi var það Fatma Kara sem stóð uppúr og er í liði umferðarinnar.

Breiðablik gerði góða ferð á Suðurnesin og sigraði nýliða Keflavíkur 3-0. Agla María Albertsdóttir er í liði umferðarinnar í annað sinn í sumar. Auk hennar er Alexandra Jóhannsdóttir á miðjunni.

Í Árbænum unnu nýliðar Fylkis sinn annan sigur í sumar þegar liðið lagði KR 2-1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður Fylkis var best á vellinum en kemst því miður ekki í lið umferðarinnar þar sem hún var í harðri baráttu við Birtu Guðlaugsdóttur. Ásdís Karen Halldórsdóttir leikmaður KR er hinsvegar í liðinu.

Þjálfari liðsins að þessu sinni er Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þórs/KA sem gerði sér lítið fyrir, skellti sér til Vestmannaeyja og sótti þrjú stig.

Sjá einnig:
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner